Mjólka

Undir vörumerkinu Mjólka eru framleiddar ýmsar vörutegundir:  Sýrður rjómi, Salatostur, Kefír og Grísk drykkjarjógúrt.

 

Vöruyfirlit

Grísk drykkjarjógúrt

Grísk drykkjarjógúrt frá Mjólku er auðug af próteini, kalki og heilnæmri fitu og er einnig ómótstæðilega bragðgóð, enda bragðbætt með gæða ávaxtaþykkni og náttúrulegum bragðefnum. Nýjasta tegundin er án bragðefna og viðbætts sykurs. Allar tegundirnar eru án laktósa.

Grísk jógúrt er þéttari og bragðmeiri en venjuleg jógúrt því hún er síuð. Síuð jógúrt á sér aldalanga sögu og er mjög vinsæl víða um heim og mikið notuð í allskyns matreiðslu og matvælaframleiðslu.

Kefir

Kefir á sér aldagamla og leyndardómsfulla sögu sem rekja má til Kákasusfjalla. Þessi heilnæma mjólkurvara inniheldur lifandi góðgerla hafa jákvæð áhrif á meltinguna og almenna heilsu. Gerlarnir verða til þegar svokallað kefírkorn er látið gerjast í mjólkinni en uppruni kornanna er sveipaður dulúð og voru þau af sumum talin gjöf frá æðri máttarvöldum.  

Sýrður rjómi

Sýrður rjómi er tilvalinn í salatið, köldu sósuna, ídýfuna eða eftirréttinn. Hann er framleiddur með tveimur mismunandi fituprósentum, 10% og 18%

Salatostur

Salatosturinn er kærkominn viðbót í salatið, ofan á fiskinn, pizzuna eða hvers kyns rétti.