Grísk drykkjarjógúrt
Skoða
voga ídýfa - ómissandi á hvert heimili
Skoða vörur
kefir - nýr, gamall drykkur
Skoða vörur
Fyrirtækið Mjólka var stofnað í febrúar árið 2005 af fjölskyldunni að Eyjum II í Kjós og aðilum tengdum henni. Í janúar
2016 sameinaðist fyrirtækið Mjólka Vogabæ ehf. Það eru framleidddar mismunandi vörutegundir undir vörumerki Mjólku,
meðal annars sýrður rjómi, ab mjólk, fetaostur og skyrtertur.

VOGA

Hjónin Sigrún Ó. Ingadóttir og Guðmundur Sigurðsson keyptu verslun í Vogum Vatnsleysustrandarhreppi í ágúst árið
1976 og nefndu Vogabæ. Verslunina ráku þau til ársins 1985 en með tilkomu stórmarkaða í landinu breyttu þau
fyrirtækinu í matvælafyrirtæki og hófu framleiðslu á salötum og ídýfum undir heitinu Voga. Í dag eru framleiddar fimm
mismunandi bragðtegunir af Vogaídýfum sem allir Íslendingar þekkja vel.
Vogabær keypti fyrirtækið E. Finnsson úr Hafnarfirði í september árið 1989 og hóf framleiðslu á E. Finnsson sósum í
janúar 1990. Árið 2001 flutti félagið starfsemi sína í nýtt og glæsilegt húsnæði að Eyrartröð 2a í Hafnarfirði. Árið 2017
flutti svo félagið að Bitruhálsi 2 í Reykjavík. E.Finnsson sósur eru Íslendingum að góða kunnar og eru framleiddar yfir
tuttugu mismunandi vörutegundir undir vörumerki E.Finnsson, t.d. majónes, cocktailsósa, hamborgarasósa, remolaði,
pizzasósa, tómatsósa og margar fleiri bragðtegundir.