Saga Vogabæjar og Mjólku

1976

Vogabær

Hjónin Sigrún Ó. Ingadóttir og Guðmundur Sigurðsson keyptu verslun í Vogum Vatnsleysustrandarhreppi í ágúst árið 1976 og nefndu Vogabær. Verslunina ráku þau til ársins 1985 en með tilkomu stórmarkaða í landinu breyttu þau fyrirtækinu í matvælafyrirtæki og hófu framleiðslu á salötum og ídýfum undir heitinu Voga.

1976
1989

E. Finnsson

Vogabær keypti fyrirtækið E. Finnsson úr Hafnarfirði í september árið 1989 og hóf framleiðslu á E. Finnsson sósum í janúar 1990. Árið 2001 flutti félagið starfsemi sína í nýtt og glæsilegt húsnæði að Eyrartröð 2a í Hafnarfirði. Árið 2017 flutti svo félagið að Bitruhálsi 2 í Reykjavík.

1989
2008

Mjólka

Mjólka ehf festi kaup á Vogabæ árið 2008 en Mjólka var stofnað í febrúar árið 2005 af fjölskyldunni að Eyjum II í Kjós og aðilum tengdum henni. Flutti Mjólka þá starfsemi sína í húsnæði Vogabæjar og eru Mjólka og Vogabær nú í eigu Kaupfélags Skagfirðinga sem eignaðist félögin í lok árs 2009.

2008

Vogabær framleiðir fimm tegundir af ídýfum, majones og yfir 40 tegundir af sósum. Mjólka framleiðir 35 vörutegundir m.a. fetaost, sýrðan rjóma, jógúrt og skyr. Framleiðsluvörur fyrirtækjanna eru seldar um allt land ásamt útflutningi til Færeyja.

Bitruhálsi 2, 110 Reykjavík
+354 414 6500
08:00-16:00, lokað í hádeginu

Vogabær © 2018