Kefir

Kefir á sér aldagamla og leyndardómsfulla sögu, sem rekja má alla leið til Kákasusfjalla á milli Svartahafs og Kaspíahafs. Þessi heilnæma mjólkurvara inniheldur lifandi góðgerla sem fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að hafi jákvæð áhrif á meltingu og almenna heilsu. Gerlarnir verða til þegar svokallað kefírkorn er látið gerjast í mjólk, en uppruni kornanna er sveipaður dulúð og voru þau af sumum talin gjöf frá æðri máttarvöldum.