Gósmætur og fljótlegur réttur.
Svartbaunaborgari með E. Finnsson chilisósu
Innihald
Ingredients
Avókadó chilisósa
Leiðbeiningar
-
Þerrið baunirnar og stappið í skál með gaffli.
-
Setjið papriku, lauk og hvítlauk í matvinnsluvél og vinnið þar til allt hefur maukast vel saman. Kreystið mesta vökvann úr blöndunni og blandið saman við baunirnar.
-
Bætið chilídufti, cumin, salti og pipar saman við ásamt brauðmyslnu og léttþeyttu eggi. Hrærið vel saman.
-
Mótið í 4 buff og grillið í 4-5 mínútur á hvorri hlið.
-
Gerið avacado chilísósuna. Stappið avacado og hrærið saman við sýrða rjómann. Smakkið til með sweet chilísósu
-
Berið fram með hituðu hamborgarabrauði, salatblaði, sósunni, avacadosneiðum, tómötum, rauðlauk og því sem hugurinn girnist.