kefir

Kefír er bragðgóður og svalandi mjólkurdrykkur sem inniheldur lifandi góðgerla sem eru hliðhollir meltingunni og almennri heilsu.

Kef­ir á sér aldagamla og leynd­ar­dóms­fulla sögu, sem rekja má alla leið til Kák­a­sus­fjalla á milli Svarta­hafs og Kaspía­hafs. Þessi heil­næma mjólk­ur­vara inni­held­ur lif­andi góðgerla sem fjöl­marg­ar rann­sókn­ir hafa sýnt fram á að hafi já­kvæð áhrif á melt­ingu og al­menna heilsu.

Gerl­arn­ir verða til þegar svo­kallað kefír­korn er látið gerj­ast í mjólk, en upp­runi korn­anna er sveipaður dulúð og voru þau af sum­um tal­in gjöf frá æðri mátt­ar­völd­um. Þeir gengu kyn­slóða á milli og ferðuðust víða.

Drykk­ur­inn var oft­ast bú­inn til úr kúamjólk, ær­mjólk eða geitamjólk, sem hellt var í vökva­held­an sekk úr geita- eða sauðskinni ásamt kefír­korn­inu og lát­in gerj­ast úti í sól­inni þar til vinnu­degi lauk.

Þá var sekk­ur­inn hengd­ur upp þar sem um­gang­ur var mik­ill, t.d. við úti­dyr, og stjakaði heim­il­is­fólk við hon­um í hvert sinn sem gengið var fram hjá. Þannig var komið í veg fyr­ir að mjólk­in og kefír­kornið skildu sig.

Þótt aðferðirn­ar hafi breyst lít­il­lega í gegn­um ald­irn­ar inni­held­ur Kef­ir frá Mjólku sömu hollu góðgerl­ana og for­ver­inn, eða öllu held­ur af­kom­end­ur þeirra — og með aðstoð nú­tíma­tækni hef­ur þeim reynd­ar fjölgað aðeins. Þeir eru nú 14 tals­ins og leggja all­ir sitt af mörk­um til bættr­ar heilsu og betri líðanar.

Jarðaberja

Bláberja

Kaffi

Blönduð ber

Viltu gera gott enn betra ?Þá hvetjum við þig til þess að skrá þig í „Hugmyndahóp KS“

Við leggjum áherslu á að gera betur í dag en í gær með aðstoð viðskiptavina okkar.
Vöruþróun er stór partur af vinnu okkar en betur sjá augu en auga . . .
Ef þú vilt hafa áhrif á vöruþróun og vöruframboð okkar ásamt því að deila þínum
hugmyndum með okkur að þá hvetjum við þig til þess að skrá þig í „Hugmyndahóp KS“.
Hugmyndahópur KS mun meðal annars,
- Svara spurningarlistum, smakka nýjar vörur, taka þátt í öðrum skemmtilegum verkefnum.
Þeir meðlimir hugmyndahópsins er taka þátt í völdum verkefnum er þakkað með vörum frá KS.

„ALLIR SEM SKRÁ SIG NÚNA Í HUGMYNDAHÓP KS
EIGA MÖGULEIKA Á AÐ VINNA VEGLEGA MATARKÖRFU.
DREGIÐ VERÐUR ÚT Í LOK FEBRÚAR 2021“

Vörur og vörumerki KS eru meðal annars:
- Vogabær,
- Voga ídýfur,
- E. Finnsson,
- Mjólka,
- Kefir,
- Teygur,
- Íslatte.   
- Sonatural safar & skot