E.Finnsson

E.Finnsson sérhæfir sig í framleiðslu á sósum fyrir innlendan markað. Fyrirtækið var stofnað 1989 og hefur verið starfrækt síðan. E.Finnsson sósurnar eru fjölmargar og henta því vel með hvers kyns réttum. 

Sósurnar frá E.Finnsson gera gott betra! 

Vöruyfirlit

Sælkerasósur

Köldu sælkerasósurnar frá E.Finnsson eru ómissandi viðbót með eftirlætisréttinum. Handhægu umbúðirnar og gómsætt bragðið auðvelda og einfalda eldamennskuna.  

Nú getur sósan ekki klikkað! 

Heimilissósur

Heimilissósurnar frá E.Finnsson eru þjóðþekktar og mætti segja að þær séu orðnar að staðalbúnaði í ísskápum Íslendinga. Sósurnar eru í handhægum umbúðum og því meðfærilegar fyrir jafnt unga sem aldna!