Skolið nýrnabaunirnar og leggið til hliðar
Steikið hvítlaukinn upp úr olíu, bætið svo hakkinu við og bætið svo taco kryddinu og cumin við
Þegar hakkið er orðið steikt bætið þá við hökkuðu tómötunum, nýrnabaununum og tómatmaukinu
Salti og pipar bætt við eftir smekk
Setjið hakkblönduna yfir í olíuborið eldfast mót
Smyrjið tortillakökurnar með rjómaostinum, brjótið þær til helminga og skerið í tvennt þannig að þú fáir átta lokaðar tortilla sneiðar
Raðið tortilla sneiðunum ofan á hakkblönduna og stráið rifnum osti yfir
Eldaðu í ca. 15 mínutur við 200 gráður í ofni
Berðu svo fram með sýrða rjómanum og td. soðnum hrísgrjónum.
Ps. Það er mjög gott að strá ferskum kóríander yfir hrísgrjónin áður en þau eru borin fram.
Verði þér að góðu :)