Print Options:

Svartbaunaborgari með E. Finnsson chilisósu

Gósmætur og fljótlegur réttur.

Time
Undirbúningstími: 7 mins Heildartími: 7 mins
Skammtar 1
Innihald
    Ingredients
  • 1 dós svartbaunir (black beans), vökvi hreinsaður frá
  • 1/2 græn paprika
  • 1/2 laukur
  • 2 hvítlauksgeirar
  • 1 egg
  • 2/3 bolli brauðmylsnur/rasp
  • 1 tsp chiliduft
  • 1 tsp cumin
  • salt og pipar
  • Avókadó chilisósa
  • 1 dós sýrður rjómi
  • 2 avókadó
  • 3-6 tsp sweet chili sósa
Instructions
  1. Þerrið baunirnar og stappið í skál með gaffli.

  2. Setjið papriku, lauk og hvítlauk í matvinnsluvél og vinnið þar til allt hefur maukast vel saman. Kreystið mesta vökvann úr blöndunni og blandið saman við baunirnar.

  3. Bætið chilídufti, cumin, salti og pipar saman við ásamt brauðmyslnu og léttþeyttu eggi. Hrærið vel saman.

  4. Mótið í 4 buff og grillið í 4-5 mínútur á hvorri hlið.

  5. Gerið avacado chilísósuna. Stappið avacado og hrærið saman við sýrða rjómann. Smakkið til með sweet chilísósu

  6. Berið fram með hituðu hamborgarabrauði, salatblaði, sósunni, avacadosneiðum, tómötum, rauðlauk og því sem hugurinn girnist.