Guðdómlegur nýr drykkur frá Mjólku

Grísk drykkjarjógúrt frá Mjólku er auðug af próteini, kalki og heilnæmri fitu og er einnig ómótstæðilega bragðgóð, enda bragðbætt með gæða ávaxtaþykkni og náttúrulegum bragðefnum.

Grísk jógúrt er þéttari og bragðmeiri en venjuleg jógúrt því hún er síuð. Síuð jógúrt á sér aldalanga sögu og er mjög vinsæl víða um heim og mikið notuð í allskyns matreiðslu og matvælaframleiðslu. Í heimalandinu Grikklandi er jógúrtin oftast notuð sem grunnur í sósur eins og tzatziki, eða í eftirrétti þar sem hún er borin fram með hunangi eða einhvers konar sírópi. Þaðan kemur einmitt fyrirmyndin að gríska jógúrtdrykknum frá Mjólku.

Þar sem grísk jógúrt er stútfull af hollustu og góðri næringu, þá er hún mjög hentug fyrir þá sem huga að heilsunni. Hún er fullkomin að morgni, mátuleg sem millimál og frábær eftir æfingar, í handhægu drykkjarformi.

Drykkurinn er án laktósa og hentar því vel fyrir fólk sem hefur mjólkursykursóþol eða kýs af öðrum ástæðum mataræði án laktósa. Það er afar þægilegt að grípa í hann í erli dagsins og fá góða næringu með lítilli fyrirhöfn.

 Grísk drykkjarjógúrt fæst í fjórum ferskum og spennandi bragðtegundum:

  • Epla – engifer
  • Banana – vanillu
  • Mangó – ástaraldin
  • Bláberja

Gríptu með þér Gríska drykkjarjógúrt frá Mjólku – hún er holl, ljúffeng og laktósafrí.

Kefir

Kefir á sér aldagamla og leyndardómsfulla sögu, sem rekja má alla leið til Kákasusfjalla á milli Svartahafs og Kaspíahafs. Þessi heilnæma mjólkurvara inniheldur lifandi góðgerla sem fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að hafi jákvæð áhrif á meltingu og almenna heilsu. Gerlarnir verða til þegar svokallað kefírkorn er látið gerjast í mjólk, en uppruni kornanna er sveipaður dulúð og voru þau af sumum talin gjöf frá æðri máttarvöldum.