Guðdómlegur nýr drykkur frá Mjólku

Grísk drykkjarjógúrt frá Mjólku er auðug af próteini, kalki og heilnæmri fitu.
Hún er fullkomin að morgni, mátuleg sem millimál og frábær eftir æfingar.

Drykkurinn er án laktósa og hentar því vel þeim sem hafa mjólkursykursóþol eða kjósa af öðrum ástæðum mataræði án laktósa. 

Grísk drykkjarjógúrt fæst í fjórum ferskum og spennandi bragðtegundum úr ávaxtaþykkni og náttúrulegum bragðefnum.

  • Epli & engifer
  • Banani & vanilla
  • Bláber
  • Mangó & ástaraldin

Gríptu með þér Gríska drykkjarjógúrt frá Mjólku – ljúffeng, holl og laktósafrí.

Kefir

Kefir á sér aldagamla og leyndardómsfulla sögu, sem rekja má alla leið til Kákasusfjalla á milli Svartahafs og Kaspíahafs. Þessi heilnæma mjólkurvara inniheldur lifandi góðgerla sem fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að hafi jákvæð áhrif á meltingu og almenna heilsu. Gerlarnir verða til þegar svokallað kefírkorn er látið gerjast í mjólk, en uppruni kornanna er sveipaður dulúð og voru þau af sumum talin gjöf frá æðri máttarvöldum.
Viltu gera gott enn betra ?Þá hvetjum við þig til þess að skrá þig í „Hugmyndahóp KS“

Við leggjum áherslu á að gera betur í dag en í gær með aðstoð viðskiptavina okkar.
Vöruþróun er stór partur af vinnu okkar en betur sjá augu en auga . . .
Ef þú vilt hafa áhrif á vöruþróun og vöruframboð okkar ásamt því að deila þínum
hugmyndum með okkur að þá hvetjum við þig til þess að skrá þig í „Hugmyndahóp KS“.
Hugmyndahópur KS mun meðal annars,
- Svara spurningarlistum, smakka nýjar vörur, taka þátt í öðrum skemmtilegum verkefnum.
Þeir meðlimir hugmyndahópsins er taka þátt í völdum verkefnum er þakkað með vörum frá KS.

„ALLIR SEM SKRÁ SIG NÚNA Í HUGMYNDAHÓP KS
EIGA MÖGULEIKA Á AÐ VINNA VEGLEGA MATARKÖRFU.
DREGIÐ VERÐUR ÚT Í LOK FEBRÚAR 2021“

Vörur og vörumerki KS eru meðal annars:
- Vogabær,
- Voga ídýfur,
- E. Finnsson,
- Mjólka,
- Kefir,
- Teygur,
- Íslatte.   
- Sonatural safar & skot