Svartbaunaborgari með E. Finnsson chilisósu

Total Time7 mins

lýsing

Svartbaunaborgari með chilisósu
1 dós svartbaunir (black beans), vökvi hreinsaður frá
½ græn paprika
½ lauk
2 hvítlauksrif
1 egg
bolli brauðmyslnur
1 tbsp chilíduft, ég notaði chili explosion
1 tsp cumin
4 salt og pipar
Avacadó chilísósa
1 dós sýrður rjómi, 18 % frá Mjólka
2 avacadó, afhýdd og steinninn fjarlægður
36 tbsp sweet chilí sósa

undirbúningur

1

Þerrið baunirnar og stappið í skál með gaffli.

2

Setjið papriku, lauk og hvítlauk í matvinnsluvél og vinnið þar til allt hefur maukast vel saman. Kreystið mesta vökvann úr blöndunni og blandið saman við baunirnar.

3

Bætið chilídufti, cumin, salti og pipar saman við ásamt brauðmyslnu og léttþeyttu eggi. Hrærið vel saman.

4

Mótið í 4 buff og grillið í 4-5 mínútur á hvorri hlið.

5

Gerið avacado chilísósuna. Stappið avacado og hrærið saman við sýrða rjómann. Smakkið til með sweet chilísósu

6

Berið fram með hituðu hamborgarabrauði, salatblaði, sósunni, avacadosneiðum, tómötum, rauðlauk og því sem hugurinn girnist.