Súkkulaðibitakaka

Total Time7 mins

lýsing

Hráefni
160 g gróft saxað suðusúkkulaði
20 g bökunarkakó
140 g púðursykur
80 g Majónes frá E. Finnsson
2 egg
2 tsp vanilludropar
300 g hveiti
½ tsp matarsódi
¼ tsp salt
70 g hvítir súkkulaðidropar

undirbúningur

1

Bræðið suðusúkkulaði og leggið til hliðar.

2

Þeytið saman bökunarkakó, sykur, egg, vanilludropa og majónes.

3

Blandið bræddu suðusúkkulaðinu saman við.

4

Sigtið því næst hveiti, matarsóda og salt saman og blandið saman við í litlum skömmtum.

5

Deigið verður stíft, setjið hveiti á hendurnar og rúllið því saman í lengju. Kælið í að minnsta kosti 2 klukkustundir eða yfir nótt.

6

Skiptið lengjunni upp í um 22 bita, rúllið upp og þrýstið létt á hverja kúlu áður en hún er bökuð.

7

Bakið við 180°C í um 22-25 mínútur.