Partýrúllur

lýsing

200 gr. rjómaostur
1/2 dolla 18% sýrður rjómi frá Mjólka
1/2 rifinn Maribou ostur
150 ml. grænmetissósa frá E.Finnsson
1/2 blaðlaukur
6 stórar tortilla kökur

undirbúningur

1

Saxaðu blaðlaukinn smátt og rífðu ostinn niður

2

Blandaðu öllu saman í skál með sleif (rjómaosti, rifna osti, blaðlauk, grænmetissósu og sýrða rjómanum)

3

Smyrðu blöndunni á tortillurnar, rúllaðu þeim svo upp og plastaðu þétt

4

Geymdu í kæli í 1-2 klst.
Skerðu svo lengjurnar í þunna bita ( ca. 1-2 cm) og berðu fram :)
Verði þér að góðu.