Naan brauð með Salatosti og ólífu fyllingu
lýsing
undirbúningur
Setjið fingurvolgt vatn í stóra skál. Athugið að hafa það fingurvolgt, ef það er of heitt “deyr” gerið og brauðið lyftir sér ekki.
Bætið 400 g af hveiti saman við, 2 msk af olíu og salti. Hnoðið saman og bætið við hveiti eftir þörfum. Brauðið á að vera örlítið klístrað en þó þannig að hægt sé að hnoða það án þess að það festist við fingurnar. Hnoðið vel í um 7-10 mínútur og mótið deigið í kúlu.
Látið deigið skál og setjið 1 msk af olíu yfir og viskustykki yfir skálina. Látið standa á heitum stað í um klukkustund eða þar til deigið hefur tvöfaldast í stærð.
Hnoðið þá aftur og skiptið niður í litla bita. Fletjið hvern bita út og setjið Salatost, ólífur og smá af olíu á einn helming brauðsins. Leggið hinn helminginn yfir og fletjið út. Passið að brauðið lokist svo fyllingin leki ekki út.
Penslið brauðin með kryddolíunni, stráið t.d. smá af söxuðum hvítlauk og steinselju yfir brauðin og kryddið með chilíkryddi.
Grillið þau síðan í ofni eða á útigrilli. Stráið ferskri steinselju yfir brauðið og berið fram með matnum.