Naan brauð með Salatosti og ólífu fyllingu

Total Time7 mins

lýsing

Nan brauð með Salatosti og ólífu fyllingu
2 ½ tsp þurrger
250 ml vatn, fingurvolgt
½ tsp sykur
450 g hveiti
3 tbsp ólífuolía
1 krukka Salatostur í kryddolíu með ólífum frá Mjólku

undirbúningur

1

Setjið fingurvolgt vatn í stóra skál. Athugið að hafa það fingurvolgt, ef það er of heitt “deyr” gerið og brauðið lyftir sér ekki.

2

Bætið 400 g af hveiti saman við, 2 msk af olíu og salti. Hnoðið saman og bætið við hveiti eftir þörfum. Brauðið á að vera örlítið klístrað en þó þannig að hægt sé að hnoða það án þess að það festist við fingurnar. Hnoðið vel í um 7-10 mínútur og mótið deigið í kúlu.

3

Látið deigið skál og setjið 1 msk af olíu yfir og viskustykki yfir skálina. Látið standa á heitum stað í um klukkustund eða þar til deigið hefur tvöfaldast í stærð.

4

Hnoðið þá aftur og skiptið niður í litla bita. Fletjið hvern bita út og setjið Salatost, ólífur og smá af olíu á einn helming brauðsins. Leggið hinn helminginn yfir og fletjið út. Passið að brauðið lokist svo fyllingin leki ekki út.

5

Penslið brauðin með kryddolíunni, stráið t.d. smá af söxuðum hvítlauk og steinselju yfir brauðin og kryddið með chilíkryddi.

6

Grillið þau síðan í ofni eða á útigrilli. Stráið ferskri steinselju yfir brauðið og berið fram með matnum.

Viltu gera gott enn betra ?Þá hvetjum við þig til þess að skrá þig í „Hugmyndahóp KS“

Við leggjum áherslu á að gera betur í dag en í gær með aðstoð viðskiptavina okkar.
Vöruþróun er stór partur af vinnu okkar en betur sjá augu en auga . . .
Ef þú vilt hafa áhrif á vöruþróun og vöruframboð okkar ásamt því að deila þínum
hugmyndum með okkur að þá hvetjum við þig til þess að skrá þig í „Hugmyndahóp KS“.
Hugmyndahópur KS mun meðal annars,
- Svara spurningarlistum, smakka nýjar vörur, taka þátt í öðrum skemmtilegum verkefnum.
Þeir meðlimir hugmyndahópsins er taka þátt í völdum verkefnum er þakkað með vörum frá KS.

„ALLIR SEM SKRÁ SIG NÚNA Í HUGMYNDAHÓP KS
EIGA MÖGULEIKA Á AÐ VINNA VEGLEGA MATARKÖRFU.
DREGIÐ VERÐUR ÚT Í LOK FEBRÚAR 2021“

Vörur og vörumerki KS eru meðal annars:
- Vogabær,
- Voga ídýfur,
- E. Finnsson,
- Mjólka,
- Kefir,
- Teygur,
- Íslatte.   
- Sonatural safar & skot