Kjúklingaspjót með Stefánssósu

Total Time7 mins

lýsing

Kjúklingaspjót
1 pk kjúklingalundir
Tréspjót
4 tbsp ólífuolía
2 pressaðir hvítlauksgeirar
2 tbsp hunang
2 tbsp púðursykur
2 tbsp soyasósa
2 tbsp appelsínusafi
1 tbsp chilimauk
Stefánssósa uppskrift
150 g sýrður rjómi
150 g majónes frá E. Finnsson
2 tbsp wasabimauk
2 tbsp saxaður vorlaukur/graslaukur

undirbúningur

1

Kjúklingaspjót
Blandið öllu nema kjúklingalundum og spjótum saman í skál og hrærið þar til vel blandað. Setjið kjúklingalundirnar í poka og hellið leginum yfir, lokið vel og leyfið að marinerast í að minnsta kosti 2 klst. Leggið tréspjótin í bleyti á meðan og þræðið lundirnar síðan upp á spjótin og grillið.

2

Stefánssósa
Setjið allt saman í skál og hrærið þar til kekkjalaust. Kælið og berið fram með grilluðum kjúklingaspjótum og góðu salati.