Kjúklingarétturinn hennar Ollýar

Total Time7 mins

lýsing

1 eldaður, rifinn kjúklingur
½ smátt saxaður laukur
2 Campells „Cream of Chicken“ súpur (2 x 295 g)
500 ml rjómi
8 tbsp majónes frá E. Finnsson
Karrý, salt og pipar
200 g gular baunir
Rifinn ostur
Smjör til steikingar

undirbúningur

1

Steikið saxaðan laukinn upp úr smjöri og karrý (um það bil 1 msk, fer eftir styrk kryddsins).

2

Þegar laukurinn er mjúkur í gegn má hella rjómanum, súpunum og majónesinu saman við og blanda vel á meðalháum hita.

3

Kryddið sósuna til með salti og pipar og bætið að lokum rifnum kjúklingi ásamt gulum baunum við og blandið vel.

4

Hellið kjúklingablöndunni í eldfast mót, rífið ost yfir og hitið við 190°C í um 20-25 mínútur eða þar til osturinn fer að gyllast.

5

Hægt er að útbúa þennan ofnrétt deginum áður, plasta og geyma í ísskáp og hita áður en veisla byrjar. Stundum höfum við reyndar líka gert þennan rétt sem kvöldverð og hitað hrísgrjón með honum og gott baguette brauð.