Humarvindlar
lýsing
undirbúningur
Skerið kantana af brauðsneiðunum og fletjið út á báðum hliðum svo það verði þunnt og þétt í sér.
Bræðið smjörið og hrærið pressaðan hvítlaukinn, steinseljuna og smá hvítlauksdufti saman við.
Raðið humri á brauðið, um 2 bitar duga fyrir hvert brauð en að sjálfsögðu má setja meiri humar í hvern bita svo þetta er smekksatriði (ég var með 350 g af humri, setti 2 bita á hverja sneið og úr urðu 18 stykki).
Kryddið humarinn með sítrónupipar og salti.
Rúllið brauðinu þétt utan um humarinn og leggið hann til hliðar með samskeytin niður.
Hellið smjörblöndunni á disk með uppháum köntum og veltið hverjum bita létt upp úr blöndunni (varist að bleyta bitana of mikið en þó þannig að þeir þekjist alveg.
Raðið bitunum á ofnskúffu íklædda bökunarpappír og bakið í um 12-15 mínútur við 200°C eða þar til þeir gyllast og verða stökkir að utan.
Best að taka bitana strax af smjörpappírnum og raða á pappír til að koma í veg fyrir þeir liggji og linist upp í smjörinu sem eftir situr.
Berið fram með E. Finnsson hvítlaukssósu og salati.
Berið fram með E. Finnsson hvítlaukssósu og salati.