Humarvindlar

Total Time7 mins

lýsing

1 stórt hvítt samlokubrauð
1 askja skelflettur humar (um 300-400gr)
180 g smjör
2 hvítlauksrif (pressuð)
1 tbsp söxuð fersk steinselja
Salt, sítrónupipar og hvítlauksduft eftir smekk
E. Finnsson hvítlaukssósa

undirbúningur

1

Skerið kantana af brauðsneiðunum og fletjið út á báðum hliðum svo það verði þunnt og þétt í sér.

2

Bræðið smjörið og hrærið pressaðan hvítlaukinn, steinseljuna og smá hvítlauksdufti saman við.

3

Raðið humri á brauðið, um 2 bitar duga fyrir hvert brauð en að sjálfsögðu má setja meiri humar í hvern bita svo þetta er smekksatriði (ég var með 350 g af humri, setti 2 bita á hverja sneið og úr urðu 18 stykki).

4

Kryddið humarinn með sítrónupipar og salti.

5

Rúllið brauðinu þétt utan um humarinn og leggið hann til hliðar með samskeytin niður.

6

Hellið smjörblöndunni á disk með uppháum köntum og veltið hverjum bita létt upp úr blöndunni (varist að bleyta bitana of mikið en þó þannig að þeir þekjist alveg.

7

Raðið bitunum á ofnskúffu íklædda bökunarpappír og bakið í um 12-15 mínútur við 200°C eða þar til þeir gyllast og verða stökkir að utan.

8

Best að taka bitana strax af smjörpappírnum og raða á pappír til að koma í veg fyrir þeir liggji og linist upp í smjörinu sem eftir situr.
Berið fram með E. Finnsson hvítlaukssósu og salati.

9

Berið fram með E. Finnsson hvítlaukssósu og salati.

Viltu gera gott enn betra ?Þá hvetjum við þig til þess að skrá þig í „Hugmyndahóp KS“

Við leggjum áherslu á að gera betur í dag en í gær með aðstoð viðskiptavina okkar.
Vöruþróun er stór partur af vinnu okkar en betur sjá augu en auga . . .
Ef þú vilt hafa áhrif á vöruþróun og vöruframboð okkar ásamt því að deila þínum
hugmyndum með okkur að þá hvetjum við þig til þess að skrá þig í „Hugmyndahóp KS“.
Hugmyndahópur KS mun meðal annars,
- Svara spurningarlistum, smakka nýjar vörur, taka þátt í öðrum skemmtilegum verkefnum.
Þeir meðlimir hugmyndahópsins er taka þátt í völdum verkefnum er þakkað með vörum frá KS.

„ALLIR SEM SKRÁ SIG NÚNA Í HUGMYNDAHÓP KS
EIGA MÖGULEIKA Á AÐ VINNA VEGLEGA MATARKÖRFU.
DREGIÐ VERÐUR ÚT Í LOK FEBRÚAR 2021“

Vörur og vörumerki KS eru meðal annars:
- Vogabær,
- Voga ídýfur,
- E. Finnsson,
- Mjólka,
- Kefir,
- Teygur,
- Íslatte.   
- Sonatural safar & skot