Heitt rúllutertubrauð uppskrift

Total Time7 mins

lýsing

1 stk fínt rúllutertubrauð
1 pk sveppasmurostur
1 lítil dós af niðursoðnum aspas
1 skinkubréf
Majónes frá E. Finnsson
Rifinn ostur

undirbúningur

1

Skerið skinkuna í litla teninga og hellið safanum af aspasinum.

2

Blandið skinku, aspas og sveppasmurosti saman í skál og hrærið vel saman með sleif.

3

Smyrjið jafnt yfir rúllutertubrauðið og rúllið því síðan þétt upp og færið yfir á bökunarplötu íklædda bökunarpappír.

4

Smyrjið allar hliðar vel með majónesi, stráið osti yfir og bakið í 180 gráðu heitum ofni í um 20-25 mínútur.