Hamborgarar með Chili majónesi

Total Time7 mins

lýsing

500 g nautahakk
60 g mulið Ritz kex
1 pískað egg
1 tsp Chile lime krydd
1 tsp Steikarkrydd
Ostsneiðar
1015 stk sveppir
3 rauðlaukar
3 tbsp púðursykur
6 tbsp smjör
45 hamborgarabrauð
Grænmeti (hér eru kál og tómatar)
Vöfflufranskar
Beikon
Chili Majónes frá E. Finnsson

undirbúningur

1

Blandið hakki, Ritz kexi, eggi og kryddum saman í skál og blandið saman með höndunum.

2

Þjappið hakkblöndunni í hamborgarabuff eða notið hamborgarapressu. Uppskriftin gefur 4-5 hamborgara eftir því hversu þykka þið viljið hafa þá.

3

Gott er að plasta og kæla buffin á meðan meðlæti og annað er undirbúið.

4

Hitið ofninn og setjið franskar á eina ofnskúffu og beikon á þá næstu (bökunarpappír undir), setjið í ofninn á meðan þið gerið annað meðlæti og grillið hamborgarana.

5

Hvítlauksristaðir sveppir: Skerið sveppi í sneiðar og steikið upp úr smjöri, kryddið til með salti, pipar og hvítlauksdufti.

6

Sultaður rauðlaukur: Skerið laukana í sneiðar og steikið upp úr smjöri, kryddið til með salti og pipar. Þegar hann hefur linast er púðursykrinum blandað saman við og leyft að malla við lágan hita í nokkrar mínútur.

7

Grillið því næst borgarana og hitið brauðin (gott að hafa þau í álpappír á efri grindinni því þá verða þau svo mjúk og góð), ekki gleyma ostinum og smá auka kryddi í lokin.

8

Raðið þessu síðan öllu saman og njótið með Chili Majónesi.

Viltu gera gott enn betra ?Þá hvetjum við þig til þess að skrá þig í „Hugmyndahóp KS“

Við leggjum áherslu á að gera betur í dag en í gær með aðstoð viðskiptavina okkar.
Vöruþróun er stór partur af vinnu okkar en betur sjá augu en auga . . .
Ef þú vilt hafa áhrif á vöruþróun og vöruframboð okkar ásamt því að deila þínum
hugmyndum með okkur að þá hvetjum við þig til þess að skrá þig í „Hugmyndahóp KS“.
Hugmyndahópur KS mun meðal annars,
- Svara spurningarlistum, smakka nýjar vörur, taka þátt í öðrum skemmtilegum verkefnum.
Þeir meðlimir hugmyndahópsins er taka þátt í völdum verkefnum er þakkað með vörum frá KS.

„ALLIR SEM SKRÁ SIG NÚNA Í HUGMYNDAHÓP KS
EIGA MÖGULEIKA Á AÐ VINNA VEGLEGA MATARKÖRFU.
DREGIÐ VERÐUR ÚT Í LOK FEBRÚAR 2021“

Vörur og vörumerki KS eru meðal annars:
- Vogabær,
- Voga ídýfur,
- E. Finnsson,
- Mjólka,
- Kefir,
- Teygur,
- Íslatte.   
- Sonatural safar & skot