Hamborgarar með Chili majónesi
lýsing
undirbúningur
Blandið hakki, Ritz kexi, eggi og kryddum saman í skál og blandið saman með höndunum.
Þjappið hakkblöndunni í hamborgarabuff eða notið hamborgarapressu. Uppskriftin gefur 4-5 hamborgara eftir því hversu þykka þið viljið hafa þá.
Gott er að plasta og kæla buffin á meðan meðlæti og annað er undirbúið.
Hitið ofninn og setjið franskar á eina ofnskúffu og beikon á þá næstu (bökunarpappír undir), setjið í ofninn á meðan þið gerið annað meðlæti og grillið hamborgarana.
Hvítlauksristaðir sveppir: Skerið sveppi í sneiðar og steikið upp úr smjöri, kryddið til með salti, pipar og hvítlauksdufti.
Sultaður rauðlaukur: Skerið laukana í sneiðar og steikið upp úr smjöri, kryddið til með salti og pipar. Þegar hann hefur linast er púðursykrinum blandað saman við og leyft að malla við lágan hita í nokkrar mínútur.
Grillið því næst borgarana og hitið brauðin (gott að hafa þau í álpappír á efri grindinni því þá verða þau svo mjúk og góð), ekki gleyma ostinum og smá auka kryddi í lokin.
Raðið þessu síðan öllu saman og njótið með Chili Majónesi.