Grænmetis Enchiladas

Total Time33 mins

lýsing

1 dós Pinto baunir
1 dós gular baunir
Einn miðslungs stór kúrbítur
Lítil krukka af salsa sósu
1 hvítlauksgeiri
1/4 rauðlaukur
4 x stórar tortilla kökur
Rifinn ostur
5% sýrður rjómi frá Mjólku
Lime bátar (til að kreysta yfir)

undirbúningur

1

Byrjaðu á að skola baunirnar

2

Saxaðu rauðlaukinn og hvítlaukinn smátt niður

3

Skerðu kúrbítinn í litla bita

4

Steiktu grænmetið upp úr olíu og kryddaðu eftir smekk með mexíkó kryddi

5

Olíuberðu eldfast mót að innan

6

Settu grænmetisblönduna í tortillurnar og raðaðu í eldfasta mótið

7

Helltu svo salsasósunni yfir og stráðu rifna ostinum

8

Sett inn í ofn á um 200 gráður í ca. 25 mínutur

9

Notaðu svo 5% sýrða rjómann og lime bátana með. Verði þér að góðu :)

Viltu gera gott enn betra ?Þá hvetjum við þig til þess að skrá þig í „Hugmyndahóp KS“

Við leggjum áherslu á að gera betur í dag en í gær með aðstoð viðskiptavina okkar.
Vöruþróun er stór partur af vinnu okkar en betur sjá augu en auga . . .
Ef þú vilt hafa áhrif á vöruþróun og vöruframboð okkar ásamt því að deila þínum
hugmyndum með okkur að þá hvetjum við þig til þess að skrá þig í „Hugmyndahóp KS“.
Hugmyndahópur KS mun meðal annars,
- Svara spurningarlistum, smakka nýjar vörur, taka þátt í öðrum skemmtilegum verkefnum.
Þeir meðlimir hugmyndahópsins er taka þátt í völdum verkefnum er þakkað með vörum frá KS.

„ALLIR SEM SKRÁ SIG NÚNA Í HUGMYNDAHÓP KS
EIGA MÖGULEIKA Á AÐ VINNA VEGLEGA MATARKÖRFU.
DREGIÐ VERÐUR ÚT Í LOK FEBRÚAR 2021“

Vörur og vörumerki KS eru meðal annars:
- Vogabær,
- Voga ídýfur,
- E. Finnsson,
- Mjólka,
- Kefir,
- Teygur,
- Íslatte.   
- Sonatural safar & skot