Eggjasalat með Voga papríku ídýfu
lýsing
6 harðsoðin egg
Púrrulaukur
½ rauð paprika
1 Voga ídýfa með papriku (þykkt smekksatriði)
Aromat
undirbúningur
1
Saxið púrrulauk mjög smátt (um það bil 3 msk eru passlegur skammtur í salatið).
2
Saxið paprikuna smátt niður.
3
Skerið eggin niður með eggjaskera á tvo vegu svo þau fari í litla bita.
4
Blandið öllu saman í skál og smakkið til með Aromat.